valikali

Thursday, May 10, 2007

lönd



create your own visited country map
or check our Venice travel guide

Friday, December 29, 2006

Dýrin dafna

Það hefur verið smá ævintýri að fá öll dýrin mín til að borða. El fiskó er mjög hamingjusamur með fiskamatinn sinn, gleypir hann í sig og syndir svo um plöntuna sína. Ef maður potar í búrið hans býst hann til árásar, setur öll tálknin út í loftið og urrar. Allavega er ég viss um að hann urri þó það heyrist ekki vel.

Sprettur og Þreyttur standa aldeilis undir nafni. Sprettur var mun fyrri til að borða, og er núna farinn að klifra uppá steininn í miðju búrinu. Sýnir hann mikla klifurtakta við að komast þangað upp. Hann lætur sig svo detta, um eina skjaldbökulengd niður og lendir með skvampi. Þreyttur hinsvegar er meira fyrir að grafa en að klifra og er búinn að finna sér stað í horninu á búrinu þar sem hann grefur sig niður. Á nóttinni kemur svo Sprettur og leggst ofaná hann og sefur þar! Þreyttur hunsaði alveg allan matinn sem ég gaf þeim, leist ekkert á hann. Það var ekki fyrr en ég gaf honum þurrkaða rækju að hann tók aldeilis við sér og hámaði hana í sig. Erðanú. Hver hefði trúað því að pínulitlar skjaldbökur gætu verið svona matvondar!

Wednesday, December 27, 2006

Jól 2006

Jólamyndir:





Dýramyndir:

Wednesday, November 29, 2006

Þakkargjörð


matur hjá Hannesi, Gerði og Iðunni. það er pottþétt svefnlyf í kalkún.